Skilmálar
Verðlagning: Uppgefið verð fyrir gistingu og aðra þjónustu Hótel Ásbrú inniheldur alltaf VSK og önnur gjöld eftir atvikum. Ekki bætist við aukagjald við komu. Verð geta breyst hvenær sem er miðað við bókunarstöðu og eftirspurn. Verðbreytingar hafa ekki áhrif á bókanir sem búið er að gera hverju sinni.
2. Endurgreiðsla: Ekki er endurgreitt fyrir þjónustu eða vöru sem veitt hefur verið eða afbókunarskilmálar hafa tekið gildi.
- Afbókunarskilmálar: Fyrir hefðbundnar bókanir þarf að afbóka með 48 klst. fyrirvara ellegar greiða 1. nótt gistingar fyrir hvert herbergi sem bókað var. Þessir afbókunarskilmálar eiga ekki við þegar bókað er óendurgreiðanlegt verð fyrir gistingu. Þá er fyrirfram greitt og enginn möguleiki á endurgreiðslu
3. Ábyrgðarskilmálar:
Hótel Ásbrú ábyrgist að halda þeim herbergjum fráteknum sem búið er að gefa upp gildar greiðslukortaupplýsingar til tryggingar fyrir. Komi upp að tvíbókað hafi verið í herbergi og gestur geti ekki fengið gistingu á hótelinu, skal hótelið ábyrgjast að útvega gestinum gistingu á öðrum gististað sem næst hótelinu í sama gæðaflokki eða hærri en Hótel Ásbrú býður uppá.
Ef ófullnægjandi greiðslukortaupplýsingar eru fyrir hendi sem trygging fyrir gistingu, áskilur hótelið sér rétt til að afbóka einhliða hverja þá bókun sem gerð var með þeim upplýsingum.
4. Trúnaður:
- a. Hótel Ásbrú heitir gestum sínum fullum trúanði um allar þær upplýsingar sem gestur gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
- b. Greiðslukortaupplýsingar þær er gestur gefur upp í bókunarferli eru sendar í gegnum örugga greiðslusíðu sem hlotið hefur vottun og eru kortanúmer ekki geymd í heilu lagi af starfsfólki hótelsins undir neinum kringumstæðum.
- d. Sjálfvirk upplýsingasöfnun getur átt sér stað á heimasíðu hótelsins með notkun vefkaka (cookies). Þetta er aðallega gert til að gera heimasíðuna ánægjulegri í notkun og hjálpar hótelinu að skilja betur hvað gestir leita eftir á síðunni.
Lög og Varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.
Hótel Ásbrú er í eigu og rekstri Hótel Ásbrú ehf. KT: 600519-2040, VSK nr. 134760, Valhallarbraut 761, 235 Reykjanesbær
síðast uppfært 24. Júlí ,2019